Greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 10:27:05 (2857)

2003-12-06 10:27:05# 130. lþ. 44.2 fundur 420. mál: #A greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks# (tímabundin vinnslustöðvun o.fl.) frv. 136/2003, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[10:27]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar til að fræðast um það hjá hæstv. ráðherra hvort við undirbúning þessa máls hafi verið farið yfir jafnræðisreglu hvað varðar þau málefni sem hér er um að ræða, bæði hvort önnur fyrirtæki ættu að hafa sama rétt og fiskvinnslufyrirtæki gagnvart hráefnisskorti og að ófyrirsjáanlegar aðstæður, t.d. bruni, komi þarna inn sem ástæða til bóta. Hvort fyrirtæki í öðrum greinum ættu ekki að eiga rétt á sambærilegri fyrirgreiðslu. Er það meðhöndlað með allt öðrum hætti ef það brennur hjá fyrirtæki í einhverjum öðrum greinum en fiskvinnslu? Nú er mér kunnugt um að það hafi verið meira um að það hafi kviknað í sjávarútvegsfyrirtækjum en öðrum en ég sé ekki ástæðu til þess að hafa þetta þannig.