Greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 12:17:39 (2885)

2003-12-06 12:17:39# 130. lþ. 44.2 fundur 420. mál: #A greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks# (tímabundin vinnslustöðvun o.fl.) frv. 136/2003, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[12:17]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og ég hef áður sagt við umræðuna tel ég að ástæða kunni að vera til, ef verkalýðshreyfingin óskar þess, að setjast sérstaklega yfir það verkefni að endurskoða þau lög sem hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir hefur gert að umtalsefni. Ég tel hins vegar að þetta sé sitt hvort verkefnið og tel að við eigum að sammælast um að afgreiða frv. sem hér hefur verið lagt fram sem lög frá Alþingi.