Greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 12:33:31 (2889)

2003-12-06 12:33:31# 130. lþ. 44.2 fundur 420. mál: #A greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks# (tímabundin vinnslustöðvun o.fl.) frv. 136/2003, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[12:33]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Hæstv. forseti. Flestum spurningum hv. þm. Marðar Árnasonar hefur þegar verið svarað við þessa umræðu.

Hvað varðar hins vegar þau orð mín, sem hv. þm. gerir að umtalsefni, að nokkur grunur leiki á að sum fyrirtækjanna hafi litið á það sem sjálfsagðan hlut í rekstri sínum að sækja um greiðslur úr sjóðnum meðan flest þeirra hafi kosið að sækja í hann í samræmi við tilgang laganna, er það að segja að þessi ályktun, hæstv. forseti, er dregin af því að með auknu eftirliti Vinnumálastofnunar með framkvæmd laganna á undanförnum missirum hefur það gerst að ásókn í þessar greiðslur hefur minnkað að nokkrum mun.