Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 12:56:24 (2893)

2003-12-06 12:56:24# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[12:56]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Þar sem lífeyrir frá lífeyrissjóðum skerðir ekki örorkulífeyri frá Tryggingastofnun né þessa uppbót sem hér er gert ráð fyrir, þá er þessu gusað á alla öryrkja alveg sama hvaða lífeyri þeir hafa, líka hátekjulífeyrisþega sem eru þó nokkrir eins og ég nefndi. Í stað þess að bæta þar sem er raunverulegur vandi, hjá fólki sem ekki fær framreikning í lífeyrissjóði og hefði mátt láta fá 20 þús. kr. hvern einasta. Það hefði verið miklu ódýrara og miklu sanngjarnara og miklu betri lausn og ég mun vinna að því í heilbrn. þar sem þetta mál fer til umræðu að fá þessu breytt í þá veru. Þá fer kostnaðurinn úr milljarði niður í sennilega 500 millj. (ÖJ: Sjálfstfl. talar.)