Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 13:01:01 (2898)

2003-12-06 13:01:01# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[13:01]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hófst skattlagning á lífeyrisþega, á strípaðar bætur lífeyrisþega þannig að allir þeir sem eru bara með lágmarkslífeyri borga af honum skatt. Í dag er það svo og því spyr ég hæstv. ráðherra. Hann er að setja 1 milljarð í viðbótarörorkuuppbót. Má ekki segja að þegar búið er að taka skattinn af því þá séu um 400 millj. að koma aftur í ríkissjóð af þessum milljarði þannig að raunútgjöld ríkissjóðs vegna þessara breytinga séu ekki nema um 600 millj.? Ég spyr hæstv. ráðherra: Hefði hann ekki getað staðið við útreikninginn sem um var talað í upphafi við Öryrkjabandalagið í ljósi þess að verið er að taka 40% af þessu aftur inn í ríkissjóð í skatt?