Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 13:06:23 (2903)

2003-12-06 13:06:23# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[13:06]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hygg að hv. þm. Ögmundur Jónasson leggi dálítið frílega út af mínum orðum vegna þess að í lok ræðu minnar sagði ég að þegar þessi stormur væri liðinn, og ég vona að hann gangi yfir, héldi réttindabarátta öryrkja áfram og ég er tilbúinn til að taka þátt í henni. Meiri árás hef ég ekki gert á Öryrkjabandalagið. En það er náttúrlega alveg ljóst að það hefur verið hart tekist á í þessu máli. Það hefur verið mikil auglýsingaherferð. Við framsóknarmenn höfum verið nefndir í þeirri herferð. En ég mun ekki láta það til frambúðar trufla mig.