Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 13:08:59 (2905)

2003-12-06 13:08:59# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[13:08]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt tilvitnun sem hv. þm. fór með í ræðu mína. Ég sagði að það hefði verið rætt um svik í þessu sambandi innan þings og utan. Það er alveg rétt. Í því fellst enginn sérstakur áfellisdómur á Öryrkjabandalagið. Þeir hafa verið með mikla auglýsingaherferð. Það er hluti af þeim stormi sem ég nefndi. Stormurinn er saman settur af þessari auglýsingaherferð og umræðum sem hafa verið innan þings og utan.

Ég endurtek að þarna var samkomulag um tiltekin atriði og við stöndum við það samkomulag. Ef þarna hefði verið um formlegan kjarasamning að ræða --- öryrkjar gera ekki formlegan kjarasamning --- hefði hann að sjálfsögðu verið undirritaður og gengið frá honum á þann hátt.