Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 13:51:47 (2909)

2003-12-06 13:51:47# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[13:51]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég endurtek það að ég hef ekki verið að væna neinn um ósannindi. Það eru skiptar skoðanir um það með hvaða hætti á að útfæra þetta samkomulag. Það er alveg ljóst. Það eru skiptar skoðanir en ég er ekki að bera ósannindi upp á neinn. Það er meginmunur þar á þó að það séu skiptar skoðanir um málið. En eitt lá þó alla vega ljóst fyrir í samkomulaginu, við höfðum milljarð til þess að framkvæma þetta. Það lá ljóst fyrir þegar samkomulagið var gert og við erum að framkvæma það sem stóð í því. En það er alveg ljóst að þær skoðanir voru uppi að samkomulagið ætti að framkvæma á annan hátt. Þess vegna er þessi deila uppi og þess vegna segi ég: Það hefði verið betra að ganga frá þessum með formlegri hætti. Það kom fram í framsöguræðu minni. Ég endurtek það.