Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 13:53:06 (2910)

2003-12-06 13:53:06# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[13:53]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegur forseti. Hæstv. heilbrrh. er alltaf að skipta um skoðun í málinu, vegna þess að hér í þinginu í síðustu viku sagði hann ekki að samkomulagið hefði takmarkast við þúsund milljónir. Þá sagði hæstv. heilbrrh. að samkomulagið kostaði 1.500 milljónir á ári og af því að hann hefði bara 1.000 milljónir til ráðstöfunar á næsta ári, þá mundi hann láta 2/3 hluta koma til framkvæmda núna 1. janúar og síðari helminginn 1. janúar 2005 og bæta þá þeim 500 milljónum við sem á vantaði. En það frv. liggur ekki hér. Það var niðurstaða starfshópsins sem skipaður var á grundvelli samkomulagsins og sú niðurstaða og þær tillögur eru leyndó. Það má enginn sjá þær, lok, lok og læs og allt í stáli.