Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 13:57:39 (2913)

2003-12-06 13:57:39# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[13:57]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hér kvað við allt annan og nýjan tón, sáttatón. Ég er mjög ánægður með það. Og ég skora á hæstv. heilbr.- og trmrh. að taka í þessa sáttarhönd og búa til almennilegt kerfi, ekki svona vitleysu, kerfi sem tekur á þeim vanda sem um er að ræða, þ.e. hjá öryrkjum sem ekki ná framreikningi í lífeyrissjóði af því að þeir hafa ekki starfað í þrjú ár. Þeir eru miklu færri. Og það er hægt að gera betur við þá með þessum peningum heldur en að gusa þessu á alla, líka þá sem eru komnir með framreikning, því flestir Íslendingar, sem betur fer, eru komnir með framreikning í lífeyrissjóði þegar þeir verða öryrkjar.