Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 16:44:56 (2963)

2003-12-06 16:44:56# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[16:44]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er eflaust hægur vandi að fá hæstv. heilbrrh. útskrift af hans eigin ræðu hér í þinginu í síðustu viku þegar hann sagði: Samningurinn kostar 1.500 millj. kr. Nú kemur hann og segir: Samningurinn kostaði 1.000 millj. kr., samningurinn var um 1.000 millj. kr.

Það er bara ekki rétt, virðulegur forseti. Menn eiga að fara með rétt mál hér, auk þess sem samningurinn gerði ráð fyrir því að starfshópur ráðherrans sjálfs mundi gera tillögur um útfærslu samkomulagsins og sú tillaga liggur ekki hér fyrir, heldur er búið að henda henni í ruslið og með þeim hætti ganga í öðru lagi gegn efni samningsins. Hér er komið eitthvert afsláttarfrumvarp sem ráðherranum hefur verið náðarsamlegast hleypt í gegn með í ríkisstjórninni.