Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 16:46:06 (2964)

2003-12-06 16:46:06# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[16:46]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Þessar staðreyndir hafa verið margendurteknar. Málið er ekki eins flókið og það er lagt út hér í umræðunni. Samkomulagið sem var kynnt fyrir ríkisstjórn gerði ráð fyrir 1 milljarði kr. í kostnað, eða rúmum 1 milljarði.

Kostnaðarmat á útfærslu við þessa línulegu leið, sem mér var kynnt í ágúst, hljóðaði upp á 1,5 milljarða kr. Ég held að það verði að gera greinarmun á þessum meginatriðum. Það er verið að uppfylla samkomulagið en það er ekki verið að fara þá leið sem var verið að kostnaðarmeta. Það er meginmunur á þessu.