Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 16:51:42 (2967)

2003-12-06 16:51:42# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[16:51]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Í sjálfu sér getur hæstv. ráðherra verið stoltur af því að hafa náð árangri við að bæta kjör öryrkja, og auðvitað samgleðjumst við öll yfir því. Hins vegar hefur það ekki verið gert á þann hátt sem samið var um. Við þær umræður sem fram hafa farið um þetta mál hef ég ekki sannfærst um annað en að staðhæfingar forsvarsmanna Öryrkjabandalags Íslands séu réttar. Það var ekki samið um upphæðina, það var samið um kerfisbreytingar og hvernig að þeim skyldi staðið. Við það samkomulag, við þann samning, er ekki staðið.

Ég beini gagnrýni minni fyrst og fremst að Framsfl. vegna þessa samningsrofs. Það var hann sem kynnti þetta, ekki aðeins Öryrkjabandalagi Íslands heldur þjóðinni allri fyrir síðustu alþingiskosningar. Ég vona að hann eigi einhvern tíma eftir að axla pólitíska ábyrgð á því verki.