Beint millilandaflug frá Akureyri

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 10:41:37 (2975)

2003-12-10 10:41:37# 130. lþ. 46.3 fundur 396. mál: #A beint millilandaflug frá Akureyri# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 130. lþ.

[10:41]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Við erum með tvo flugvelli utan Keflavíkur sem geta tekið við millilandaflugi. Það er mjög mikilvægt að nýta þá flugvelli vel, umfram það sem okkur hefur tekist fram til þessa, á Akureyri og Egilsstöðum. Það er mikið byggðahagsmunamál að fá beint millilandaflug til þessara tveggja staða. Það er forsenda til þess að halda áfram að efla ferðaþjónustuna út um land og ekki síður væri reglubundið flug mjög mikill stuðningur við sjávarútveginn og beinan útflutning á ferskum fiski. Það er óþolandi ef það hvílir á viðkomandi sveitarfélögum að vera með baktryggingu til þess að fá ný flugfélög inn á svæðið. Ég hef lagt það til, herra forseti, að koma til móts við þá aðila sem vilja hefja beint flug og líta á það sem byggðaaðgerð að fella niður flugvallaskatt á þessum tveimur flugvöllum.