Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 13:43:17 (3016)

2003-12-10 13:43:17# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[13:43]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það er auðvitað ekki ónýtt að taka Vilhjálm Egilsson sér til fyrirmyndar og ég held að hv. þm. Lúðvík Bergvinsson gæti bætt sig heilmiklið ef hann gerði það. Varðandi hins vegar spurningu hv. þingmanns er ekki verið að meta hagkvæmni útgerða í þessu frv. Það er verið að styrkja hinar veikari byggðir og, eins og fram kom í máli mínu, verið að breyta þeim styrkmöguleikum sem þar eru.

Auðvitað felast í þessu frv. möguleikar fyrir þá sem vilja haga útgerð sinni á þann hátt sem þar er verið að fjalla um. Þeir sem síðan kjósa að gera það á einhvern annan hátt hafa ekki þessa möguleika. Það sem liggur þarna á bak við er að það er ekki einungis verið að fjalla um útgerðirnar sjálfar heldur er verið að fjalla um byggðarlögin sem slík og það er jafnframt verið að styrkja þá möguleika sem fólk hefur til þess að stunda atvinnu í landi við beitingu eins og fram hefur komið í umræðunni fram að þessu. Á þeim forsendum er það einskorðað við þá báta sem beita í landi.