Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 13:48:36 (3021)

2003-12-10 13:48:36# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, JBjarn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[13:48]

Jón Bjarnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála því að við viljum reynast þeim vel.

En þetta heitir nú bara hreinlega að snúa hlutunum á haus, að flytja hér frv. um stórfellda lækkun á byggðakvóta og segja svo að það sé ekki lækkun á byggðakvóta.

Ég skil ekki hvernig hæstv. sjútvrh. ætlar að komast í gegnum þetta mál með svona málflutningi. Kannski gleypir Framsókn við svona einföldum málflutningi. Það á eftir að koma í ljós. En flokkssamþykkt Framsfl. og orð í kosningabaráttunni voru alveg ljós, þ.e. aukning á byggðakvóta.

Ef niðurskurður á byggðakvóta um nokkur þúsund tonn er ekki niðurskurður á byggðakvóta þá skil ég ekki íslenskt mál. Ég held að það væri virkileg þörf á því að hæstv. sjútvrh. talaði bara hreint íslenskt mál og kæmi hlutunum beint frá sér en væri ekki að snúa þeim svona á haus eins og hann hefur verið að gera hér. (Gripið fram í: Og stinga hausnum í steininn.) Já, og stinga hausnum í steininn.