Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 13:50:38 (3023)

2003-12-10 13:50:38# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, GMJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[13:50]

Grétar Mar Jónsson (andsvar):

Þingforseti. Ég hefði viljað að ráðherra útskýrði fyrir okkur til að byrja með, áður en lengra er haldið, það sem er í athugasemdum frv. um 3. gr. Þar er talað um að rýmka heimild til tegundatilfærslu þannig að hún takmarkist ekki við 2% af heildaraflaverðmæti. Það væri mjög gott fyrir þingheim og alla að hann útskýrði hvernig þessi tilfærsla er í dag og hvernig hún verður eftir breytingar. Það er ekki talað um hvernig hún á að vera. En það er mjög nauðsynlegt að það verði útskýrt hvernig þetta á að vera.