Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 13:53:27 (3026)

2003-12-10 13:53:27# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[13:53]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ef við tökum dæmi af heildarverðmæti 100 tonna þá er takmörkunin í dag við 5% af því eða verðmæti 5 tonna sem má færa yfir í aðrar tegundir. Það gætu þá verið 2% af keilu eða 2 tonn af keilu og 2 tonn af löngu gætu verið hluti af þessum 5 tonnum. En ef þessi breyting verður þá hefur ráðherra heimild til þess að lyfta takmörkunum á einstökum tegundum, eins og þessum tegundum, þannig að það gætu orðið 5 tonn af keilu eða 5 tonn af löngu sem mætti færa til eða einhver önnur samsetning á þessu, 3 eða 2 eða 2,5 tonn. (Gripið fram í.)