Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 14:22:34 (3032)

2003-12-10 14:22:34# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[14:22]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Jóhann Ársælsson á sæti í sjútvn. Mig langar því að spyrja hann hvort hann hafi sama skilning á því eins og ég við lestur á frv. hvort það sé ekki ákveðin hætta á því að þessi línuívilnun verði einmitt á kostnað byggðakvótans og dagabáta.

Hvað varðar hv. stjórnarþingmann Einar Kristin Guðfinnsson að krefja okkur um afstöðu hér og nú varðandi kosningaloforð Sjálfstfl. sem þeir hafa reynt til hins ýtrasta að svíkja í haust og hafa verið píndir til að koma fram með á síðustu dögum þingsins. Mér finnst það sérstakt. Það hafa margir í stjórnarliðinu hringsnúist og ég er ekki viss hvernig þeir muni í rauninni kjósa, hvað þá t.d. forseti þingsins, hann hefur hringsnúist í þessu máli og fleiri.