Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 15:18:54 (3044)

2003-12-10 15:18:54# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[15:18]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að óska hv. þm. Steinunni K. Pétursdóttur til hamingju með jómfrúrræðuna. Ég hef út af fyrir sig ýmislegt að athuga við forsögu málsins eins og hún var sett fram í ræðunni en ég ætla ekki að elta ólar við það hér.

Mér finnst hins vegar mjög ánægjulegt að afstaða hv. þm. og flokks hennar kemur skýrt fram í ræðunni. Frjálslyndi flokkurinn styður ekki línuívilnun og vill fara aðrar leiðir. Mér er enn þá, eftir að hafa hlustað á tvo ræðumenn Samf., ekki ljós afstaða Samf. til málsins.