Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 20:42:35 (3084)

2003-12-10 20:42:35# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, JGunn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[20:42]

Jón Gunnarsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson flutti fallegt mál eins og hans er von og vísa, en það sem mér finnst standa eftir og mig vantar svar við er hvort hv. þm. styður frv. eins og það liggur fyrir í óbreyttri mynd. Styður hv. þm. það að smábátar með beitningatrekt séu utan ívilnunar? Styður hv. þm. það að stærri skip geti farið í þetta kapphlaup við þau smærri? Telur hann eðlilegt að færa 3.375 tonn af leiguverðmæti upp á 405 millj. milli útgerða með lögum eins og þessum? Telur hann sjálfsagt og eðlilegt að byggðakvótinn geti horfið úr 9. gr. ef nota þarf 12 þús. tonnin til að bæta mönnum mikla breytingu á aflamarki eins og gert er ráð fyrir? Ég verð víst að geyma fleiri spurningar af því að andsvarið er ein mínúta.