Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 20:47:15 (3088)

2003-12-10 20:47:15# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, GMJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[20:47]

Grétar Mar Jónsson (andsvar):

Hæstv. þingforseti. Hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson skal ekki að reikna með því að Frjálslyndi flokkurinn sé týndur. Hann á eftir að finna vel fyrir okkur, bæði nú og í næstu framtíð.

Ívilnun er eitt, byggðakvóti er annað og tegundatilfærsla er það þriðja. Þetta er allt í sama frumvarpinu. Það hlýtur að gefa augaleið að menn koma með tillögur um aðra hluti í þetta frv. líka, breytingar, tilfærslur og annað.

Frjálslyndi flokkurinn vill að aukategundir fari úr kvóta, langa, keila, skötuselur og helst ufsi og ýsa. Þá fyrst værum við að styrkja byggðirnar í landinu og gefa fólki smá von á nýjan leik.

En það er eitt sem mig langar í restina að spyrja þig að, hv. þm. Einar Oddur: Viltu botn í dagabátana?

(Forseti (BÁ): Forseti bendir þingmönnum á að ávarpa annaðhvort forseta eða þingheim en ekki einstaka þingmenn.)