Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 20:54:48 (3095)

2003-12-10 20:54:48# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[20:54]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Aðalmunurinn á tillögu hv. þm. Kristins H. Gunnarssonar og tillögu ríkisstjórnarinnar er að í tillögu Kristins var gert ráð fyrir meiri ívilnun í aukategundunum, í ýsu og steinbít. Ef það er þannig, virðulegur forseti, að Samf. eða virðulegur þm. Jóhann Ársælsson geti ekki stutt þetta mál vegna þess að það vanti meiri ívilnun í ýsu og steinbít þá fer ég að skilja hann. Gaman að vita það.

En ég hef fyrir framan mig yfirlýsingar hans, sem voru prentaðar og dreift um allt Ísland, um að hann styddi línu\-ívilnun og treysti því að Samfylkingin mundi fylgja honum. (Gripið fram í: Nei, nei nei.) Það stendur hér. Virðulegur forseti, hann reiknaði með því. Hann treysti því ekki en hann reiknaði með því. Það var allur munurinn þar á. Hann reiknaði með því, blessaður.