Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 22:27:31 (3121)

2003-12-10 22:27:31# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, GMJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[22:27]

Grétar Mar Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get bara sagt það eitt að fólk gat byrjað aftur þó einhver útgerð færi á hausinn eða sigldi burt á sínum tíma fyrir daga kvótakerfisins. Það var ekki búið að taka vonina frá fólki. Það gat farið að veiða fisk og stóð jafnfætis öðrum með að veiða fisk. Menn þurftu kannski að kaupa sér báta, en það gat byrjað. Það var ekki búið að afhenda fáum útvöldum auðlind þjóðarinnar til ráðstöfunar eins og hefur verið gert í dag, fyrir um 500 milljarða. Það er það sem er að í okkar samfélagi númer eitt. Það er ekki hægt að setja þessi mál upp með þeim hætti eins og hv. þm. gerir. Þetta er mesta eignatilfærsla Íslandssögunnar og það verður aldrei sátt um hana, menn þurfa ekki að láta sér detta það í hug.