Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 22:34:17 (3126)

2003-12-10 22:34:17# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, BJJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[22:34]

Birkir J. Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er nú ekki hægt að ætlast til þess að ég fari í einnar mínútu andsvari í atriði er lúta (Gripið fram í.) að bátum á sóknarmarki. Ég get gert grein fyrir þeirri afstöðu minni hér síðar. (Gripið fram í.)

Þrátt fyrir allt er það staðreynd að við Íslendingar erum eina þjóðin, eða alla vega ein af fáum, sem borgar ekki með sjávarútvegi sínum og íslenskur sjávarútvegur er rekinn með miklum blóma (Gripið fram í.) og ég mun ekki stuðla að því að leggja þennan atvinnuveg í rúst. (SigurjÞ: Hvað með 23 dagana?)