Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 22:37:10 (3128)

2003-12-10 22:37:10# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, BJJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[22:37]

Birkir J. Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég lýsti því yfir í ræðu minni áðan að ég styddi það frv. sem hér liggur fyrir. Ég bið hv. þm. um að lesa frv. og þá veit hann skoðun mína í því máli.

En hvað um það. Ég reyndi áðan að fá hv. þm. Kristján Lúðvík Möller til að segja mér frá stefnu Samf. í sjávarútvegsmálum. Ég vil þakka Merði Árnasyni fyrir að koma hreint og beint fram og segja að Samf. vilji skerða aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja í landinu.

Þær eru hlýlegar kveðjurnar sem starfsfólk t.d. Samherja á Akureyri eða Útgerðarfélags Akureyrar fá frá hv. þingmönnum Samfylkingarinnar, sem er tíðrætt um byggðastefnu. Ég vil spyrja: Hvaða áhrif halda hv. þm. Samf. að þær tillögur, sem þeir leggja til hvað varðar skerðingu á aflahlutdeild fyrirtækja í landinu, hafi t.d. á íbúaþróun í Fjarðabyggð, á Akureyri eða fleiri stöðum? (GMJ: Þú gleymir Raufarhöfn.) (Forseti hringir.) Halda hv. þm. að þetta verði þeim byggðarlögum til góðs? Ég segi enn og aftur: Ég óska eftir því að Samf. tali skýrt í málefnum sjávarútvegsins. Það á hreinu að hún ætlar að fara fyrningarleiðina líkt og þau sögðu í kosningunum í vor (Gripið fram í.) og ég fagna því að sú stefna liggur hér fyrir.