Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 22:40:05 (3130)

2003-12-10 22:40:05# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, BJJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[22:40]

Birkir J. Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil ítreka enn og aftur að stefna Samf. í málefnum sjávarútvegsins er orðin skýr. Ég býð ykkur velkomin til Akureyrar. Þið getið haldið fundi með starfsmönnum fiskvinnslufyrirtækjanna ÚA og Samherja. Komið aftur til Akureyrar og segið starfsfólki þessara fiskvinnslufyrirtækja að þið ætlið að kippa forsendum alls rekstrar undan þeim fyrirtækjum sem það starfar hjá. Við skulum sjá hvaða móttökur Samf. fær þegar hún kemur undan sauðagærunni. Hvaða móttökur mun hún fá hjá því fólki sem vinnur hjá þessum ágætu fyrirtækjum? (GMJ: Far þú og tala við fólkið á Raufarhöfn.)