Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Fimmtudaginn 11. desember 2003, kl. 14:45:41 (3174)

2003-12-11 14:45:41# 130. lþ. 48.7 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 130. lþ.

[14:45]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Herra forseti. Ég vil spyrja hv. þm. Halldór Blöndal hvort fyrir liggi tryggingafræðilegt mat á kostnaði við þau auknu lífeyrisréttindi sem í frv. felast. Við höfum ekki haft mikinn tíma til að skoða það og ég er óvanur tölum og lífeyrisréttindum af þessu tagi en mér sýnist að þarna geti einstaka menn verið að ávinna sér í aukin lífeyrisréttindi allt að 100 millj. kr., allt að 100 millj. kr. fyrir einn mann, og ég spyr hv. þm. Halldór Blöndal hvort það geti í raun verið og hver sé þá heildarkostnaðurinn.