Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Fimmtudaginn 11. desember 2003, kl. 14:50:32 (3178)

2003-12-11 14:50:32# 130. lþ. 48.7 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, GMJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 130. lþ.

[14:50]

Grétar Mar Jónsson (andsvar):

Hæstv. þingforseti. Ég treysti mér ekki til að styðja þetta frv. út af stöðu stjórnvalda gagnvart öryrkjum, gagnvart atvinnulausum og öðrum sem minna mega sín. Mér finnst ekki rétt að auka réttindi þingmanna, og kannski sérstaklega ráðherra, á meðan ekki er betur staðið að gagnvart þeim sem minna mega sín í samfélaginu.