Alþjóðleg viðskiptafélög

Fimmtudaginn 11. desember 2003, kl. 17:44:55 (3208)

2003-12-11 17:44:55# 130. lþ. 48.9 fundur 312. mál: #A alþjóðleg viðskiptafélög# (brottfall laga o.fl.) frv. 133/2003, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 130. lþ.

[17:44]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Frú forseti. Ef það er þannig að ekkert gagn hafi verið að þessum lögum, en kynning á þeim var í höndum Verslunarráðsins, má draga þá ályktun af orðum hv. þm. að Verslunarráðið hafi ekki staðið sig í stykkinu? (Gripið fram í: Nei.)

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að elta frekari ólar við málflutning hv. þm. Ég er að mörgu leyti sammála því að þetta hafi verið áhættunnar virði í upphafi. Ég tel hins vegar að reynslan hafi tiltölulega skjótt sýnt að þetta gengi ekki. Þar með var hrein peningasóun að halda áfram að kosta þessa kynningu.

Ég vil að lokum benda á, virðulegi forseti, að í athugasemdum með frv. segir að Eftirlitsstofnun EFTA hafi um nokkurt skeið haft lögin til skoðunar á þeim grundvelli að þau fælu hugsanlega í sér óheimilan ríkisstyrk. Ég velti því fyrir mér, frú forseti, hvort þar hafi verið átt við Verslunarráð Íslands.