Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 11. desember 2003, kl. 18:11:52 (3218)

2003-12-11 18:11:52# 130. lþ. 48.8 fundur 88. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (sérstakur tekjuskattur, viðmiðunarfjárhæðir o.fl.) frv. 143/2003, JóhS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 130. lþ.

[18:11]

Jóhanna Sigurðardóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Með frv. er verið að þyngja skattbyrði almenns launafólks með því að færa viðmiðunarfjárhæðir skattalaga einungis til samræmis við verðlagsbreytingar eins og ákvæði skattalaga um persónuafslátt og barna- og vaxtabætur. Það munu þingmenn Samf. ekki styðja. Þingmenn Samf. greiða atkvæði gegn skerðingu á vaxtabótum sem er í d-lið 5. gr. en tvö lögfræðiálit staðfestu að færu á svig við stjórnarskrána og ríkisstjórnin því rekin til baka með að það ákvæði taki gildi nú, eins og áformað var, en ríkisstjórnin ætlar að lögfesta að það taki gildi á árinu 2005.

Við munum síðan sitja hjá við framlengingu á hátekjuskattinum. Loks munum við greiða atkvæði gegn nýrri útfærslu á skerðingu vaxtabóta, eða 10% skerðingu á útgreiddum vaxtabótum á næsta ári vegna vaxtagjalda þessa árs sem fram kemur í ákv. til brb. Þar liggur fyrir lögfræðiálit sem staðfestir að umtalsverð hætta sé á því að stjórnarliðar séu að ganga gegn stjórnarskránni.