Tímabundin ráðning starfsmanna

Fimmtudaginn 11. desember 2003, kl. 23:45:50 (3236)

2003-12-11 23:45:50# 130. lþ. 48.18 fundur 410. mál: #A tímabundin ráðning starfsmanna# (EES-reglur) frv. 139/2003, JóhS
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 130. lþ.

[23:45]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Hæstv. forseti. Það er ástæða til að geta þess, vegna framsöguræðunnar sem flutt var fyrir þessu nál., að fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem voru lesnir upp, sem skrifuðu undir þetta álit, skrifuðu allir undir álitið með fyrirvara. Ég heyrði ekki að það hefði komið fram hjá hv. þm. og framsögumanni nefndarinnar.

Þegar þetta mál kom til 1. umr. urðu um það allmiklar umræður og efni frv., sérstaklega varðandi 1. gr. þess. Hún var verulega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni enda full ástæða til vegna þess að ... er ég ekki með rétt mál?

(Forseti (ÞBack): Við fjöllum um 18. mál á dagskrá, Tímabundin ráðning starfsmanna.)

Þá er ég hér undir vitlausum dagskrárlið. Ég biðst afsökunar á því. Ég hélt að við værum komin aðeins lengra í dagskránni.