Veiting ríkisborgararéttar

Föstudaginn 12. desember 2003, kl. 11:05:18 (3255)

2003-12-12 11:05:18# 130. lþ. 49.21 fundur 450. mál: #A veiting ríkisborgararéttar# frv. 148/2003, Frsm. BjarnB (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 130. lþ.

[11:05]

Frsm. allshn. (Bjarni Benediktsson):

Virðulegi forseti. Allshn. hafa borist 26 umsóknir um ríkisborgararétt á 130. löggjafarþingi, en skv. 6. gr. laga um ríkisborgararétt nr. 100/1952, veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum. Nefndin leggur til að 19 einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur að þessu sinni og vísa ég um nöfn þeirra til þingskjalsins sem liggur frammi. Nefndin leggur til að öllum þeim sem þar eru taldir upp, sem eru 19 talsins eins og áður segir, verði veittur ríkisborgararéttur.