Almannatryggingar

Föstudaginn 12. desember 2003, kl. 14:23:04 (3291)

2003-12-12 14:23:04# 130. lþ. 49.12 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 130. lþ.

[14:23]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Með þessu frv. er stigið stórt skref í þá átt að bæta kjör öryrkja. (Landbrh.: Gott að heyra.) Fyrir Framsfl. er þetta hins vegar dapurlegur vitnisburður um svikin kosningaloforð. Á þeirri forsendu að samningurinn sem gerður var við Öryrkjabandalag Íslands er svikinn og hann ekki efndur með þessu frv. getum við ekki veitt því stuðning okkar og munum sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.