Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 10:34:44 (3330)

2003-12-13 10:34:44# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[10:34]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. forsrh. Davíð Oddsson hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum og slegið á hver kostnaðurinn er varðandi frv. Ég hef ekki heyrt af því að það hafi verið gerðir útreikningar fyrir allshn. þingsins en ég trúi því ekki heldur að hæstv. forsrh. slái á tölur út í loftið og held að það hljóti að liggja einhverjir útreikningar á bak við. Þess vegna finnst mér rétt að spyrja hv. þm. Bjarna Benediktsson hvort hann hafi heyrt af þessum útreikningum og hafi þá undir höndum sem hæstv. forsrh. virðist hafa látið gera ítrekað.