Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 10:35:39 (3331)

2003-12-13 10:35:39# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, Frsm. meiri hluta BjarnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[10:35]

Frsm. meiri hluta allshn. (Bjarni Benediktsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get greint frá því að ég hef ekki undir höndum neina útreikninga sem hv. þm. vísar til að hafi verið í umræðunni. Hins vegar get ég greint frá því að ég hef sem formaður allshn. óskað eftir því að það verði reiknað út hversu mikið eftirlaunaskuldbinding ríkisins eykst við frv. eins og það liggur fyrir með þeim brtt. allshn. sem ég var að fara yfir.