Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 10:36:28 (3332)

2003-12-13 10:36:28# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[10:36]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Í fyrrakvöld fullyrti hæstv. forsrh. að frv. fæli í sér 6 millj. kr. aukinn kostnað fyrir ríkissjóð og í gærkvöld var hann kominn niður í 2 millj. (Gripið fram í: 1--2.) Já, 1--2 millj. (Gripið fram í: 3.) Í framhaldinu er rétt að spyrja hv. þm. Bjarna Benediktsson hvora áætlunina hann telji réttari. Ég hef enga trú á því að hæstv. forsrh. fari með fleipur og sé bara að slá þessum tölum út í loftið. Mér finnst ekki ólíklegt að hv. þm. Bjarni Benediktsson hafi frétt af þessum útreikningum hæstv. forsrh. og ég óska eftir því að hann upplýsi hvora áætlunina hann telji réttari, þessa frá í fyrrakvöld eða frá því í gærkvöld.