Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 10:57:53 (3335)

2003-12-13 10:57:53# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[10:57]

Jónína Bjartmarz (andsvar):

Herra forseti. Ræða hv. þm. Rannveigar Guðmundsdóttur gefur tilefni til fjölda athugasemda. Ég get ekki heyrt betur en að þingmaðurinn sé í öllum meginatriðum sammála frv. en það sem kom í veg fyrir að hún gæti staðið að þessu máli í nefndinni hafi fyrst og fremst verið einhver ákvarðanafælni.

Þingmanninum varð tíðrætt um meiri hlutann og vald hans. Erindi mitt hingað er fyrst og fremst að gera athugasemd við það sem hún heldur fram, að af formanninum hafi verið lagðar fram í nefndinni brtt. meiri hlutans. Mig langar að biðja hv. þm. að kannast við það að a.m.k. þrjár af þeim brtt. sem lagðar eru fram núna voru unnar í samvinnu við hana og fulltrúa flokks hennar í nefndinni. Þá langar mig að nefna í fyrsta lagi brtt. 1 sem er kennd við tiltekinn hv. þm. í flokki hennar og brtt. 5 og 6. Hv. formaður allshn. reyndi ítrekað (Gripið fram í.) að ná sátt í nefndinni um brtt. og á löngum fundum nefndarinnar var öll áhersla lögð á það.