Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:01:32 (3338)

2003-12-13 11:01:32# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:01]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Allir í Samf. kannast við það að við fórum inn í nefndina með miklar athugasemdir um að skoða málið og vita hvað í því fælist. Við vorum með miklar spurningar til fulltrúa fjmrn. og framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Álitamál okkar kom skýrt fram og ég hef ekkert haft um það að segja hvort það var byggt á þeim álitamálum eða ekki að tillögur formannsins komu fram. Ég er að greina frá því hvernig hann orðaði brtt. sem eru í sjálfu sér aukaatriði annað en þær undirstrika þessa gífurlegu meirihlutahugsun.

Síðan ætla ég, virðulegi forseti, að segja við hv. þingmann: Margt er hægt að leggja Rannveigu Guðmundsdóttur til lasts en ekki nokkur maður mundi gera henni upp ákvarðanafælni.