Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:09:44 (3345)

2003-12-13 11:09:44# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, PM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:09]

Páll Magnússon (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég veit eiginlega ekki hverjum hv. þm. var að svara, hún var ekki að svara mér. Það væri fróðlegt að vita og heyra hana svara þeirri gagnrýni sem ég kom fram með að hringlandaháttur Samf. felist í því að verkalýðsforingjar úti í bæ, allir skráðir í Samf., hóti öllu illu og að kona sem birtist á fimmtudagskvöldinu í þinghúsinu og tók hvern þingmann Samf. á fætur öðrum út í horn, séu það fólk sem hafi tekið völdin í þingflokki Samf. (Gripið fram í.) Þannig var það bara. Þetta auðvitað þykist þið ekki kannast við en á þetta horfði allur þingheimur. Og þegar hv. þm. dregur það fram hvernig það er erlendis, að stjórnmálaflokkarnir geti greitt formanni sínum laun og álag burt séð frá því hvort hann situr á þingi eða ekki, kemur sannleikurinn í málinu í ljós. (Gripið fram í: ... þessi kona?)