Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:12:44 (3348)

2003-12-13 11:12:44# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:12]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefur komið skýrt fram í máli mínu hvaða athugasemdir ég hef gert við þetta mál, og ég gerði þær hér í upphafi. Þetta er mjög stórt mál og ég skil vel að stjórnarmeirihlutanum líði illa og sé að reyna að gera þetta að einhverju ,,flippmáli``. Ég skil það alveg og geri engar athugasemdir við það.

Þingmaðurinn sat með mér í allshn. Hann veit allt um það hvað við fórum yfir þar, hann veit alveg hvað það var sem við gerðum athugasemdir við ... (SKK: Ég hef ekki hugmynd um það.) En leiðinlegt, við skulum tala saman.

Virðulegi forseti. Það liggur alveg ljóst fyrir að þó að formenn flokka hafi fallist á að leggja fram frv. mundi okkar formaður aldrei ákveða að svona ætti frv. að fara í gegn fyrir okkar hönd, aldrei.