Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:37:08 (3359)

2003-12-13 11:37:08# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:37]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Ég taldi að þessar kostnaðargreiðslur lægju fyrir við endanlega afgreiðslu frv. Ég er búinn að lýsa afstöðu minni til frv. og ég stend við hana. Ég tel að hv. þm. ætti að reyna að komast að kjarna málsins í staðinn fyrir að vera með þetta orðaval, tala um að liggja á hleri og hugarheim manna. Það mætti halda að hann hefði verið í læri hjá varaformanni Framsfl., hæstv. landbrh. (Gripið fram í: Lambalæri?)