Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:43:11 (3364)

2003-12-13 11:43:11# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, SÞorg (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:43]

Sigurrós Þorgrímsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég stend upp vegna þess að mér finnst mjög ómaklega vegið að formanni nefndarinnar. Ég sat í nefndinni þegar þetta var til umræðu og eins og þeim er kunnugt sem þar sátu var farið yfir hverja einustu grein og það var hlustað á alla í nefndinni, hvað við vildum gera og hverju við vildum breyta.

Auðvitað kom formaðurinn með tillögu í nefndina. Mér hefði þótt mjög einkennilegt ef formaður nefndar hefði ekki lagt fram tillögur í nefnd eins og hann gerði.

Varðandi þessa einu grein sem hv. þm. og flutningsmaður frv., Sigurjón Þórðarson, leggur til að verði breytt kom hann með það á síðustu stund málsins og vildi láta flytja þetta niður í núll. Þá var honum boðið að koma bara með brtt. eða setja það inn í álit. Hann þáði það ekki og ákvað að vera ekki með á þessu nál.

Að gagnrýna formanninn eins og hér hefur verið gert finnst mér ómaklegt því að hann fór svo vel í gegnum málið og stóð sig með prýði.