Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 12:26:04 (3380)

2003-12-13 12:26:04# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[12:26]

Mörður Árnason (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Ef nefnilega einhver flokkur er frægur hér á þinginu fyrir ýmislegt klandur og klúður í samráði er það Framsfl. Það er sami Framsfl., hinn hvikuli og óstöðugi flokkur, og braut á samkomulagi sínu við öryrkjahreyfinguna, það er sami Framsfl. og hér ætlaði að standa fyrir því að skera niður atvinnuleysisbætur og ráðast að kjörum fiskverkafólks. Sem betur fer bar forusta verkalýðshreyfingarinnar gæfu til að snúa þessum hvikula, óstöðuga og ómálefnalega flokki frá hinum síðari illverkum sínum þó að hið fyrsta stæði honum til háðungar um langan aldur.