Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 12:31:43 (3385)

2003-12-13 12:31:43# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[12:31]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Hvað varðar vinnubrögð í nefndum þá tók ég fram að ég treysti mjög vel þeim fulltrúum sem sitja í allshn. til að vinna málið eins og vera ber og ég tel að svo sé. Ég hef ekki verið að lýsa neinni atburðarás í allshn., ég tók fram að ég á ekki sæti þar og legg ekki mat á það sem þar hefur farið fram.

En hinu sem varðar ákvarðanir einstakra flokka í málinu lýsti ég í ræðu minni hvernig ég upplifði það hér hvernig afstaða í Samf. breyttist eftir því sem leið á tímann og ég lýsti því hvernig ég upplifði það og lagði mat á það hvaða aðilar höfðu helst áhrif á hvaða afstöðu Samf. tekur í þessu máli. Það var bara eins og ég upplifði það og ég hef lýst því.