Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 12:35:09 (3388)

2003-12-13 12:35:09# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[12:35]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Ég er ekki alveg sammála hv. þm. um að veruleikinn liggi á borðinu. Kostnaðarmatið er ekki komið fram og ég tel að við eigum ekki að flýta okkur, heldur fara vel yfir málið. Þetta hefur valdið deilum og ég tel að við sem erum hér inni og störfum í þágu þjóðarinnar eigum að reyna að setja niður þær deilur og færa þá sanngirnisrök fyrir þessum greiðslum, lífeyrissjóðsgreiðslum, og kjarabótum fyrir þingmenn. Mér finnst það ekkert óeðlilegt. Og við eigum að ræða þetta í þaula. Helst hefði ég viljað að við hefðum komið með sameiginlegt álit frá allshn., ég stend við það og var tilbúinn til að leggja minn skerf af mörkum.