Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 12:40:28 (3392)

2003-12-13 12:40:28# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, GÓJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[12:40]

Guðjón Ólafur Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þá liggur það fyrir að hv. þm. hefur bæði farið í bakið á hv. samþingmanni sínum í kjördæminu, Þuríði Backman, og ekki síður hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni og hans helsta baráttumáli á þinginu, sem eru bætt kjör formanna stjórnarandstöðuflokkanna. (Gripið fram í: En sú ...) Og það hlýtur að vera svolítið sérstakt. (KolH: Þetta er ómaklegt, fullkomlega ómaklegt.)