Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 12:40:57 (3393)

2003-12-13 12:40:57# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, HlH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[12:40]

Hlynur Hallsson (andsvar):

Frú forseti. Mér líður meira svona eins og á einhverri málfundaræfingu í Morfís. Ég veit ekki hvað svona málflutningur á að þýða. (Gripið fram í: Þetta er hjá Framsókn.) Hjá Framsóknarflokknum? (Gripið fram í: Framsóknarflokkurinn ...) En mér þótti afar einkennilegt af hv. þm. að koma hér og halda því fram að aðalkeppikefli hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar á þessu þingi væri að hækka laun formanna flokkanna. Hvaða bull er þetta? Þetta er fullkomið bull. Og hv. þm. veit það auðvitað.

Ég tók fram að það er alveg sjálfsagt mál að athuga lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra og þá á auðvitað alltaf að skoða starfskjör þingmanna, jafnt formanna sem annarra. En í þessu máli er ég ekki að koma í bakið á neinum, hv. þm. Við ákváðum það í þingflokki Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs að við tækjum hvert og eitt persónulega afstöðu í málinu og afstaða mín var alveg skýr frá upphafi. Þannig liggur málið fyrir, frú forseti.