Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 13:56:39 (3402)

2003-12-13 13:56:39# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[13:56]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Með hliðsjón af kjörum almennt í landinu tel ég laun forsetans og forsætisráðherrans óeðlilega há. Ég tel að þeir eigi að greiða í lífeyrissjóði eins og allir aðrir þegnar þessa lands, sitja við nákvæmlega sama borð og allir aðrir þegnar þessa lands og búa við sömu lífeyriskjör og öðrum eru búin.