Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 13:57:58 (3404)

2003-12-13 13:57:58# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[13:57]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég væri reiðubúinn að taka öll þessi lífeyrismál til skoðunar á komandi ári en ekki í því samhengi sem hér á sér stað. Ég ítreka það sem ég áður sagði, mér finnst eðlilegt að menn sitji við sama borð, það eigi við um forseta og dómara og forsrh. og þingmenn, þeir sitji við sama borð og fólk gerir almennt í þessu landi. Það er mín skoðun.